Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Fróðleg gönguferð um Auðlindagarðinn
Föstudagur 22. júlí 2016 kl. 11:08

Fróðleg gönguferð um Auðlindagarðinn

Í vikunni buðu Reykjanesgönguferðir upp á gönguferð um Auðlindagarðinn á Reykjanesi í fylgd Kristínar Völu Matthíasdóttur framkvæmdarstjóra Auðlindagarðs HS Orku og Marínar Ósk Hafnadóttur jarðefnafræðingur HS Orku.

Gengið var frá Gunnuhver í gegnum kríuvarpið neðan við Reykjanesvita og upp á Valahnúk. Þar var sagt frá kríum, sjóslysum, sögu vitanna á svæðinu og jarðfræði. Þaðan var gengin stikuð leið út á Öngulbrjótsnef, þar sem hægt var að sjá þversnið af gjóskugígum. Gengið var meðfram Stampagígaröðinni að Reykjanesvirkjun þar sem rútan beið hópsins.

Public deli
Public deli