Fróðleg fjöruferð
Sigríður Kristinsdóttir leiðbeindi áhugasömu fólki um lífríki fjörunnar við Sandgerði í gær, á öðrum degi Náttúruviku á Reykjanesi. Náttúrustofa Reykjaness bauð upp á fjöruskoðun í fjörunni sunnan við kjúklingabúið. Sigríður sagði auk þess frá frá kortlagningu fjörunnar umleikis allan Reykjanesskaga.
Fjölmargir ganga fjörur og þar sem þær eru að mörgu leyti sérstakar hvað lífríkið varðar er ekki verra að hafa svolitla þekkingu á því sem fyrir augu ber.
Náttúruvika Reykjaness stendur yfir alla þessa viku og er fólk hvatt til að kynna sér einstaka dagskrárliði í sveitarfélögunum á Suðurnesjum undir natturuvika.is.