Fritz hitti 15 ára heimilislausan heróínfíkil
Kyrrðarstund í heilsu- og forvarnarviku
Kyrrðarstund var haldin í Kapellu vonarinnar í Keflavíkurkirkju í gær, miðvikudag. Sr. Fritz Már Jörgensson prestur í Keflavíkurkirkju og Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli, sáu um að leiða stundina með andlegri næringu og söng.
Að lokinni kyrrðarstundinni sem var í anda Heilsu- og forvarnarviku, sem nú stendur yfir á Suðurnesjum, var boðið er uppá heilsusúpu og heimabakað prestabrauð.
Marta Eiríksdóttir, blaðamaður Víkurfrétta, kíkti í kyrrðarstundina með videovélina við hönd og tók upp hluta af hugvekjunni sem sr. Fritz Már flutti og fjallaði um 15 ára stúlku sem er heróínfíkill og býr á götum Oslóar. Fritz hitti stúlkuna í síðustu viku og lýsir aðstæðum hennar í myndskeiðinu með fréttinni.