Frítt á konukvöld Top of the Rock í kvöld
Sú breyting hefur orðið á konukvöldinu sem verður í kvöld (föstudaginn 13. nóv) á Top of the Rock á Ásbrú, á gamla varnarsvæðinu, að styrktaraðili hefur komið fram.
Sá aðili, vill ekki koma fram undir nafni, en vildi gleðja konur á Suðurnesjum, vitandi að ástandið þar sé einna erfiðast í kreppunni.
Því er aðgangseyrinn ekki 4.500 kr eins og áður var auglýst, heldur verður frítt inn allt kvöldið.
Það verður því mikið stuð með Eddu Björgvins og Siggu Lund allt kvöldið í kvöld á Top of the Rock!