Frístundahelgi í Reykjanesbæ í lok apríl
Frístundahelgi verður haldin í Reykjanesbæ helgina 25. til 27. apríl n.k. þar sem hvers kyns áhugamál íbúa í Reykjanesbæ verða kynnt og landsmenn hvattir til að heimsækja Reykjanesbæ og skoða það sem fyrir augum ber.Þeir sem koma að frístundahelgi í Reykjanesbæ eru Tómstundabandalag Reykjanesbæjar, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, skólar og félagsmiðstöðvar, Björgunarsveit Suðurnesja, skátafélögin Heiðarbúar og Víkverkjar auk fyrirtækja í Reykjanesbæ.
Dagskrá er að taka á sig mynd og verður m.a. boðið upp á frístundatilboð hjá hótel og gistiheimilum og veitingahúsum, opnuð verður sýning á Poppminjasafni Íslands í anddyri Frumleikhússins, myndlistarsýning barnanna verður haldin í skrúðgarðinum í Keflavík, keppt verður í bridge, hraðskák og tölvuleikjum svo eitthvað sé nefnt.
Tilgangur með frístundahelginni er að gera sýnilegt allt það sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða fyrir íbúa og ferðamenn og virkja að auki þau félög og klúbba sem starfa eftir því sem tími og fjármagn leyfa.
Með þessu framtaki vill Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hvetja félög í frístundum til að markaðssetja sig betur og laða þar með til sín fólk sem e.t.v. hefur áhuga á að taka þátt í starfi viðkomandi félags á ársgrundvelli.
Verkefnisstjóri er Jón Marinó Sigurðsson og verður dagskrá birt síðar þegar hún hefur tekið á sig endanlega mynd.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar
Dagskrá er að taka á sig mynd og verður m.a. boðið upp á frístundatilboð hjá hótel og gistiheimilum og veitingahúsum, opnuð verður sýning á Poppminjasafni Íslands í anddyri Frumleikhússins, myndlistarsýning barnanna verður haldin í skrúðgarðinum í Keflavík, keppt verður í bridge, hraðskák og tölvuleikjum svo eitthvað sé nefnt.
Tilgangur með frístundahelginni er að gera sýnilegt allt það sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða fyrir íbúa og ferðamenn og virkja að auki þau félög og klúbba sem starfa eftir því sem tími og fjármagn leyfa.
Með þessu framtaki vill Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hvetja félög í frístundum til að markaðssetja sig betur og laða þar með til sín fólk sem e.t.v. hefur áhuga á að taka þátt í starfi viðkomandi félags á ársgrundvelli.
Verkefnisstjóri er Jón Marinó Sigurðsson og verður dagskrá birt síðar þegar hún hefur tekið á sig endanlega mynd.
Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar