Frístundahelgi í Reykjanesbæ á næsta leiti
Undirbúningur fyrir frístundahelgi í Reykjanesbæ er kominn á fullt og er miðast við að hin árlega handverkssýning verði þann 26. apríl í Hobby Center á Vallarheiði.
Í ár verður lögð áhersla á að kynna menningar- og tómstundahópa sem starfa innan Reykjanesbæjar og fer kynningin að mestu fram á Vallarheiði en einnig að einhverju leyti í húsnæði viðkomandi hópa í öðrum hverfum bæjarins og verður það auglýst betur síðar.
Undirbúningur Frístundahelgarinnar er í höndum Tómstundabandalagsins, Menningarsviðs og Íþrótta- og tómstundasviðs en verkefnisstjóri er Ásmundur Friðriksson. Forsvarsmenn þeirra félaga sem hafa áhuga á að vera með og eru hvattir til að hafa samband við Ásmund fyrir 18. apríl þurfa að tilkynna þátttöku í síma 894-3900 eða á netfangið [email protected]