Frístundahelgi í Reykjanesbæ
Frístundahelgi í Reykjanesbæ hefst á morgun Sumardaginn fyrsta og stendur fram á sunnudag 27. apríl. Fjölbreytt áhugamál íbúa í Reykjanesbæ verða kynnt og landsmenn hvattir til að skoða það sem fyrir augu ber. Þeir sem koma að frístundahelgi í Reykjanesbæ eru Tómstundabandalag Reykjanesbæjar, Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, skólar og félagsmiðstöðvar, Björgunarsveit Suðurnesja, skátafélögin Heiðabúar og Víkverkjar auk fyrirtækja í Reykjanesbæ.Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina og munu hótel og gistiheimili bjóða frístundatilboð.
Tilgangurinn er að gera sýnilegt allt það sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða fyrir íbúa og ferðamenn og virkja að auki þau félög og klúbba sem starfa í sveitarfélaginu.
Verkefnisstjóri er Jón Marinó Sigurðsson.
Tilgangurinn er að gera sýnilegt allt það sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða fyrir íbúa og ferðamenn og virkja að auki þau félög og klúbba sem starfa í sveitarfélaginu.
Verkefnisstjóri er Jón Marinó Sigurðsson.