Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Friends lýsir mér best
Þriðjudagur 22. janúar 2013 kl. 20:35

Friends lýsir mér best

Bryndís Björk Sveinbjörnsdóttir er nemandi í 9. bekk í Holtaskóla. Hún fær sér að borða, lærir og fer á æfingar eftir skóla. Henni finnst íþróttir og stærfræði skemmtilegustu fögin í skólanum og langar að verða arkitekt eða hárgreiðslukona í framtíðinni.

Bryndís Björk Sveinbjörnsdóttir er nemandi í 9. bekk í Holtaskóla. Hún fær sér að borða, lærir og fer á æfingar eftir skóla. Henni finnst íþróttir og stærfræði skemmtilegustu fögin í skólanum og langar að verða arkitekt eða hárgreiðslukona í framtíðinni.

Hvað geriru eftir skóla?
Ég fæ mér að borða, læri og fer á æfingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru áhugamál þín?
Fimleikar er helsta áhugamálið mitt.

Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir og stærðfræði eru þau skemmtilegustu.

En leiðinlegasta?
Íslenska og samfélagsfræði haha.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Klárlega Chris Brown.

Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að geta flogið yrði frekar gaman.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Mig langar að verða Arkitekt eða hárgreiðslukona í framtíðinni.

Hver er frægastur í símanum þínum?
Malla Friðriksdóttir.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Örugglega bara Jón Jónsson eða eitthvað.

Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Ég myndi fara til New York.

Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Bara frekar venjulegur.

Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?
Glaðleg, hress og íþróttastelpa.

Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla?
Félagsskapurinn.

Hvaða lag myndi lýsa þér best?
Let Me Love You með Ne-Yo.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Friends haha.

Besta:

Bíómynd?
Stick It haha, hún er  fimleikamynd.

Sjónvarpsþáttur?
Friends, klárlega.

Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Það eru svo margir en ég er komin með æði fyrir One Direction síðustu mánuðina haha.

Matur?
Skólastjórasúpan sem mamma gerir.

Drykkur?
Vatn er alltaf best.

Leikari/Leikkona?
Josh Hutchersson.

Fatabúð?
Forever 21 og H&M

Vefsíða?
Facebook og tumblr.