Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fríður hópur ungmenna við störf að Reykjanesvita
Miðvikudagur 9. júlí 2003 kl. 15:37

Fríður hópur ungmenna við störf að Reykjanesvita

Nýverið samþykkti Reykjanesbær að leggja til eina milljón króna í sérstakt atvinnuátak fyrir atvinnulausa unglinga á aldrinum 17-19, en þessa dagana er 23 manna hópur ungmenna að störfum við Reykjanesvita í tengslum við átakið. Verkefnisstjóri er Jóhann D. og segir hann hópinn vera efnilegan. „Við erum búin að vera út á Hafnarbergi í tvo daga þar sem við höfum verið að laga göngustíga, vörður og setja upp skilti. Þetta hefur gengið mjög vel og krakkarnir eru mjög duglegir.“Næsta verkefni hjá hópnum er að fara og vinna á Valahnúk. „Við munum laga göngustíginn sem liggur upp Valahnúkinn og setja upp girðingu meðfram brúninni því hún er varasöm. Við komum einnig til með að setja hættuskilti við brúnina á nokkrum stöðum,“ segir Johann og bætir því við að eftir að búið er að vinna við Valahnúk verði farið að Gunnuhver og að brúnni milli heimsálfa og unnið þar að fegrun umhverfisins.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Hópurinn út á Reykjanesvita með Valahnúk í baksýn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024