Friðrik Ómar langar að flytja til Keflavíkur
Hinn kunni söngvari Friðrik Ómar fékk frábærar mótttökur á tónleikum sem hann hélt í Keflavíkurkirkju í fyrrakvöld. Kirkjan var þétt setin og tónleikagestir hlustuðu á mörg góð lög söngvarans.
Með Friðriki var Grétar Örvarsson á pianó og Gréta Salóme á fiðlu. Friðrik flutti nokkur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar sem og fleiri dægurlög. Hann spjallaði við tónleikagesti á milli laga og sagði meðal annars að hann hafi oft hugsað um að flytja til Keflavíkur eða Reykjanesbæjar eins og hann sagði sjálfur frá.
Friðrik Ómar hefur gefið út nokkrar hljómplötur á undanförnum árum og er m.a. með öðrum söngvurum á minningardiski um Vilhjálm Vilhjálmsson sem kom út nú nýlega en diskurinn var tekinn var upp á tónleikum í Salnum í Kópavogi í mars sl.
VF-myndir/pket.