Friðrik Ómar í Keflavíkurkirkju í kvöld
– syngur sálma og saknaðarsöngva af plötunni sinni Kveðja
Friðrik Ómar heldur för sinni um landið áfram og heldur tónleika í Keflavíkurkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 26. mars kl. 20:30.
Friðrik syngur sálma og saknaðarsöngva af plötunni sinni Kveðja sem var eins sú mest selda á landinu fyrir síðustu jól. Honum til fulltyngis eru Þórir Úlfarsson á píanó og Pétur V. Pétursson á gítar.
Miðaverð aðeins 2500 og eru miðar einungis seldir við innganginn.