Friðrik og Jógvan í Grindavíkurkirkju í kvöld
Þeir félagar Friðrik Ómar og Jógvan Hansen eru á fleygiferð um landið vítt og breitt sumarið 2011. Þeir spila í Grindavíkurkirkju í kvöld, þriðjudaginn 14. júní kl. 20:00. Plata þeirra félaga, Vinalög, sló í gegn og var mest selda plata ársins 2009.
Núna eru þeir komnir saman aftur og ætla að flytja lög af plötunni auk ýmissa laga sem eru í uppáhaldi hjá þeim. Frábær kvöldstund sem þú mátt ekki missa af. Húsið opnar hálftíma fyrir tónleika. Miðaverð 2000.-