Friðrik Friðriksson leikari hleypur fyrir frændur sína
Friðrik Friðriksson leikari mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár eins og svo margir en hann ætlar að láta gott af sér leiða. Friðrik mun hlaupa fyrir Duchenne-samtökin á Íslandi en tveir systursynir hans eru með vöðvarýrnunarsjúkdóminn DMD.
Friðrik er alinn upp í Njarðvík og frændur hans, þeir Sigurður og Friðrik Guðmundssynir eru einnig Njarðvíkingar og hann ætlar sér að hlaupa fyrir þá. „Ég á tvo frændur með DMD og ég hleyp fyrir þá,“ segir Friðrik á síðunni hlaupastyrkur.is en þar er hægt að leggja málefninu lið með því að heita á Friðrik.
Hér má styrkja Friðrik og frændur hans.
Duchenne Muscular Dystrophy, DMD, er arfgengur sjúkdómur sem leiðir til vaxandi vöðvamáttleysis en aðeins drengir geta fengið sjúkdóminn. Í kringum 10-12 ára aldur eru þeir nær alfarið komnir í hjólastól samkvæmt upplýsingum frá Duchenne-samtökunum á Íslandi en sjúkdómurinn leiðir til hjarta- og öndunarbilunar. Í dag er engin lækning til við DMD. Friðrik er 23 ára og bróðir hans, Sigurður, er 28 ára en báðir eru þeir bundnir við hjólastól.