Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Friðrik Friðriksson leikari hleypur fyrir frændur sína
Friðrik í hlaupagallanum.
Föstudagur 27. júlí 2012 kl. 10:30

Friðrik Friðriksson leikari hleypur fyrir frændur sína

Friðrik Friðriksson leikari mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár eins og svo margir en hann ætlar að láta gott af sér leiða. Friðrik mun hlaupa fyrir Duchenne-samtökin á Íslandi en tveir systursynir hans eru með vöðvarýrnunarsjúkdóminn DMD.

Friðrik er alinn upp í Njarðvík og frændur hans, þeir Sigurður og Friðrik Guðmundssynir eru einnig Njarðvíkingar og hann ætlar sér að hlaupa fyrir þá. „Ég á tvo frændur með DMD og ég hleyp fyrir þá,“ segir Friðrik á síðunni hlaupastyrkur.is en þar er hægt að leggja málefninu lið með því að heita á Friðrik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má styrkja Friðrik og frændur hans.

Duchenne Muscular Dystrophy, DMD, er arfgengur sjúkdómur sem leiðir til vaxandi vöðvamáttleysis en aðeins drengir geta fengið sjúkdóminn. Í kringum 10-12 ára aldur eru þeir nær alfarið komnir í hjólastól samkvæmt upplýsingum frá Duchenne-samtökunum á Íslandi en sjúkdómurinn leiðir til hjarta- og öndunarbilunar. Í dag er engin lækning til við DMD. Friðrik er 23 ára og bróðir hans, Sigurður, er 28 ára en báðir eru þeir bundnir við hjólastól.