Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 5. september 2002 kl. 12:52

Fríða sýnir lágmyndir hjá Fjólu

Fríða Rögnvaldsdóttir opnar myndlistarsýningu hjá Fjólu á Hafnargötu í dag fimmtudag. Þar sýnir hún lágmyndir unnar í steypu á striga.Fríða hóf myndlist sína í Baðstofunni í Keflavík en hefur síðan farið á mörg námskeið Myndlista- og handíðaskólans. Fyrir stuttu síðan kom hún heim frá Belgíu þar sem hún stundaði myndlistarnám í tvö ár. Þar kynntist hún m.a. þessari tækni, að vinna lágmyndir í steypu á striga en nú á Ljósanótt sýnir hún 11 stórar myndir en að auki er ein upp á vegg í Gleraugnaverslun Keflavíkur.
Fríða sagði myndirnar vera fantasíur; fólk og form. Verði er stillt í hóf í tilefni Ljósanætur og fólki er velkomið að gera tilboð í myndirnar. Opnunartími er sá sami og hjá Fjólu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024