Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fríða sýnir í Eyjum
Miðvikudagur 4. maí 2011 kl. 13:08

Fríða sýnir í Eyjum

Fríða Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona úr Keflavík opnar sýningu í Vestmannaeyjum á föstudaginn í Akóges húsinu þar í bæ. Sýnining ber nafnið „Björg í bú“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fríða mun sýna á fjórða tug mynda sem hún hefur verið að vinna að undanförnu. Vinnandi fólk er m.a. hennar verkefni í myndunum en Fríða er þekkt fyrir að nota steypu í sínum myndum auk þess sem hún hefur oft bætt fiskroði og öðru við á strigann.
Sýningin er opin laugardag og sunnudag.