Fríða Rögnvalds sýnir ný verk
Listakonan Fríða Rögnvalds opnaði sýningu á vinnustofu sinni í Grófinni í gær, en verk hennar hafa notið mikilla vinsælda. Hún vinnur verk sín í steypu og fiskroð, en verkin á sýningunni eru öll ný.
„Ég var með sýningu í Saltfisksetrinu í apríl og þar seldust öll verkin og ég hef verið að vinna þessi verk síðan,“ sagði Fríða þegar Víkurfréttir lögðu leið sína á vinnustofu hennar um miðjan dag í gær.
Að sögn Fríðu hafði nokkur fjöldi lagt leið sína til hennar og þegar höfðu nokkur verk selst, en hún bjóst við mun fleirum í gærkvöldi og í dag.