Fríða opnaði Smásögur í Saltfisksetrinu
Myndlistarkonan Fríða Rögnvaldsdóttir opnaði í laugardaginn sýningu í Listsýningarsal Saltfiskseturs Íslands. Á sýningunni sem ber yfirskriftina, SMÁSÖGUR, er fjöldi glæsilegra nýlegra verka eftir listakonuna.
Fjöldi fólks var samankomið við opnun sýningarinnar og ljóst að Fríða nýtur mikillar hylli Suðurnesjamanna. Fríða er vel þekkt af verkum sínum en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og haldið fjölmargar einkasýningar.
Sýningin mun standa til 19. apríl n.k. og er opin alla daga frá kl. 11:00 - 18:00
Myndir/www.grindavik.is