Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fríða með jólasýningu í Karma
Miðvikudagur 7. desember 2011 kl. 13:26

Fríða með jólasýningu í Karma


Fríða Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona úr Keflavík opnaði sýningu á veitingastaðnum Karma sl. föstudag. Þetta er jólasýning hjá Fríðu og á henni má sjá á annan tug nýrra mynda sem hún hefur gert að undanförnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verk eftir Fríðu var nýlega í hópi þrjátíu myndverka sem valin voru úr hópi 300 mynda til að keppa um Sovereign European Art verðlaunin 2011. Þetta þykir mikill heiður en The Sovereign Art Foundation eru góðgerðarsamtök og styðja börn sem á einhvern hátt standa höllum fæti, með því að nota skapandi greinar til fræðslu, meðferðar og endurhæfingar.

Sýningin er opin alla virka daga á Karma kl. 11-19.30 til 20. des.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnunina hjá Fríðu.

Fríða og Elsa Skúladóttir, vinkona hennar sem mætti á opnunardaginn og færði listakonunni blóm.

Hér má sjá tvö af verkum Fríðu á jólasýningunni sem er glæsileg.