Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Freyr styrkti veikar systur
Chad Keilen, Freyr Sverrisson og Rut Þorsteinsdóttir.
Miðvikudagur 31. desember 2014 kl. 10:00

Freyr styrkti veikar systur

Boltaskóli Freys gaf 200 þúsund króna gjöf

Knattspyrnuþjálfarinn Freyr Sverrisson ákvað að láta gott af sér leiða og aðstoða fjölskyldu þeirra Rutar Þorsteinsdóttur og Chad Keilen, en dætur þeirra hjóna glíma við arfgengan sjúkdóm í hvatberum.
Freyr lét allan ágóða af fótboltanámskeiði sem hann hélt hér í Reykjaneshöll um s.l. helgi, renna til þeirra hjóna, en um var að ræða 200 þúsund krónur. Fölskyldan fer erlendis í janúar til meðferðar, en ferðin er mjög kostnaðarsöm og er eingöngu kostuð af fjölskyldunni.
 
Keflvíkingurinn Rut Þorsteinsdóttir og Chad Keilen eiga fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur. Stúlkurnar, Helena og Emelía, eru með arfgengan sjúkdóm í hvatberum. Sjúkdómur af þessu tagi hefur víðtæk áhrif á líffærastarfsemi og veldur oftast alvarlegum frávikum í starfsemi miðtaugakerfis. Heilsufar systranna hefur verið mjög slæmt síðustu ár vegna tíðrar lungnasýkinga og óviðráðanlegra floga.
 
Helena_emilia
Systurnar Helena og Emelía.
 
 
Hressir fótboltastrákar í Boltaskóla Freys.
 
Þau Rut og Chad taka við gjöf Freys.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024