Freyjuvellir eru jólagatan í ár í Reykjanesbæ
Freyjuvelli 3 best jóla-skreytta húsið í Reykjanesbæ.
Fín þátttaka var í skemmtilegum jólaleik á vefsíðunni Betri Reykjanesbær nú á aðventunni þegar íbúar gátu tilnefnt og greitt atkvæði þeim húsum og götum sem þeim þóttu hvað best skreytt. Í Aðventugarðinum á Þorláksmessu kl. 20 verða veittar viðurkenningar fyrir það hús og þá götu sem urðu hlutskörpust í leiknum.
Best skreytta húsið var einnig á Freyjuvöllum en það er að Freyjuvöllum 3. Eigendur þess hljóta að launum gjafabréf úr Húsasmiðjunni, kr. 40.000 fyrir best skreytta húsið og kr. 70.000 eru í verðlaun fyrir best skreyttu götuna.
Það er Súlan verkefnastofa sem setti leikinn á laggirnar og var hann fyrst og fremst hugsaður til skemmtunar og til þess að vekja athygli á því sem vel er gert hjá íbúum Reykjanesbæjar. Nú er um að gera að kíkja á niðurstöður kosningarinnar á vefsíðunni Betri Reykjanesbær og bjóða fjölskyldunni á rúntinn til að skoða fallega skreytt hús og götur bæjarins, segir í frétt frá Reykjanesbæ.
Freyjuvellir 3 eru best jóla skreytta húsið í Reykjanesbæ.