Freyja Sigurðardóttir: Fitness í dag - flugfreyja í sumar
Freyja Sigurðardóttir hefur haft í nógu að snúast í vetur. Hún hefur m.a. lært að starfa sem flugfreyja en í dag er hún að keppa í fitness í Háskólabíói.
- Hvernig á að verja páskunum?
„Páskarnir fara í fitnesskeppni. Ég er að fara að keppa á Íslandsmótinu í fitness á föstudaginn langa í Háskólabíói og svo verða páskarnir hollir og góðir því ég fer svo að keppa helgina eftir í Noregi á móti sem heitir Oslo Grant Prix, þannig að við fjölskyldan fáum okkur páskamat eftir að ég er búin að keppa“.
- Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg?
„Ég gef strákunum mínu öllum páskaegg og ég var búin að fá eitt páskaegg frá Iceland express, en maðurinn minn er búinn að borða það. Ég á þá inni hjá honum eitt RISA stórt páskaegg og svo var pabbi búinn að lofa að gefa stelpunni sinni annnað RISA stórt páskaegg, ég á það skilið“.
- Hvað á að gera skemmtilegt í sumar?
„Ég fékk vinnu sem flugfreyja hjá Iceland Express í sumar og var að útskrifast sem flugfreyja á mánudaginn síðasta, þannig að ég verð á ferð og flugi í allt sumar ásamt því að fara á fótboltamót með Jökul Mána stráknum mínum og að horfa á eiginmanninn spila fótbolta með Keflavík í sumar“.
- Hvernig sumar fáum við?
„Ég er pottþétt á því að Sumarið verður súper gott.. sól og sumar“
- Hvernig hefur veturinn verið hjá þér? Næg verkefni?
„Ég er búin að vera að æfa á fullu, þjálfa á fullu, í Flugfreyjunámskeið alla daga og að sjá um heimilið, eiginmanninn og börnin þrjú, búið að vera nóg að gera,“ segir Freyja í samtali við VF.