Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Framtíðin björt hjá Höllu og Grindvíkingum
Halla tók við verðlaununum í Grindavíkurkirkju í dag.
Laugardagur 9. mars 2019 kl. 18:59

Framtíðin björt hjá Höllu og Grindvíkingum

-Halla María sæmd Menningarverðlaunum Grindavíkur 2019

Halla María Svansdóttir, eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu, hlaut í dag Menningarverðlaun Grindavíkur. Verðlaunin voru afhent í Grindavíkurkirkju á setningu Menningarviku.

Halla María hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á matarhefð í Grindavík og hefur veitingastaður hennar notið mikilla vinsælda hjá Grindvíkingum sem og öðrum. Í samtali við Víkurfréttir segir Halla viðtökurnar hafa verið virkilega góðar en fyrir utan það að bjóða upp á veitingar á staðnum sínum hefur Halla til að mynda haldið ýmsa menningartengda viðburði á staðnum fyrir bæjarbúa, sem hún segir til þess gerða að þeir þurfi ekki að leita út fyrir bæjarmörkin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Höllu er umhugað um bæjarfélagið sitt og hefur hennar frumkvöðlastarf skilað sér í auknum tekjum og atvinnutækifærum í Grindavík. Að hennar sögn eru verðlaunin því mikil hvatning. „Það er virkilega skemmtilegt að fá þessi verðlaun. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir eitthvað sem er búið að vera erfitt og mikil vinna. En það verður til þess að maður heldur ótrauður áfram. Framtíðin er björt.”