Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Framtak eins leikskóla varð að stórri bæjarhátíð
Ungir listamenn stilltu sér upp við listaverk fyrir utan Kjarna.
Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 13:10

Framtak eins leikskóla varð að stórri bæjarhátíð

Listahátíð barna sett í 9. sinn í dag í rjómablíðu.

Listahátíð barna var sett Kjarna í Reykjanesbæ í morgun. Þar var fjöldi manns saman kominn og  grunnskólabörn þar í meirihluta. Kynnir var Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri, setti hátíðina formlega. Hann hafði það meðal annars á orði hversu merkilegt það væri að hátíðin hefði byrjað sem hugmynd og framtak eins leikskóla í bænum en sé orðin að samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskólans og dansskólanna. Þá voru tónlistaratriði grunnskólanema og var mikill handagangur í öskjunni þegar þau fengu hressingu að setningu lokinni, enda skein sólin skært og heitt var inni.

Hátíðin, sem haldin er í 9. sinn, hefur vaxið og eflst með hverju ári og áherslan er sem fyrr virðing fyrir börnum og störfum þeirra og eru þarfir þeirra hafðar að leiðarljósi. Listsýningar tengdar hátíðinni eru staðsettar víða um bæinn, eins og áður hefur komið fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir voru á staðnum og fönguðu stemninguna og nokkur af listaverkunum.

 

VF/Olga Björt