Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

  • Framleiða myndbönd til að hvetja til ferðalaga
    Skjáskot úr einu myndbandinu.
  • Framleiða myndbönd til að hvetja til ferðalaga
    Þuríður Aradóttir.
Mánudagur 15. september 2014 kl. 09:28

Framleiða myndbönd til að hvetja til ferðalaga

Átak í samvinnu við Ferðamálastofu

Markaðsstofur landshlutanna hafa í samvinnu við Ferðamálastofu ráðist í átak sem ber yfirskriftina „Í ferðahug“ þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast um landið, upplifa og njóta. „Framleidd verða nokkur myndbönd í vetur með mismunandi þemum sem deilt verður á samfélagsmiðlum og þau tengd við þá vöru/þjónustu sem fyrirtæki bjóða upp á. Gistiheimili á svæði þar sem stutt er í berjamó gæti t.d. „póstað“ myndbandinu á sinni Facebook-síðu og/eða vefsíðu og minnt á gistimöguleika hjá sér í leiðinni eða verið með sérstakt tilboð,“ segir Þuríður Aradóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness.

Hlekkinn á fyrsta myndbandið í þessari seríu er að finna hér:



Hvatt er til að merkja póstinn með því þema sem fram kemur í myndbandinu. Í þessu myndbandi er það t.d. #berjamó, en jafnframt að merkja myndabandið sem kemur frá fyrirtækjum á Reykjanesi með myllumerkinu #reykjanes. Von er á fleiri myndböndum á næstu vikum á vefsíðunni ferðalag.is.

Public deli
Public deli