Föstudagur 3. febrúar 2006 kl. 09:32
Framhaldsstofnfundur Ljósops
Ljósmyndaklúbburinn Ljósop heldur fram-haldsstofnfund í 88 hús-inu nk. laugardag kl. 13. Þeir sem hafa áhuga á ljósmyndun og vilja taka þátt í félagsskapnum eru hvattir til að mæta. Ekkert aldurstakmark er í klúbbinn og heldur ekki krafa um að vera með bestu og flottustu græjurnar.