Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Framhaldsskólanemendur baka pizzu
Laugardagur 29. október 2011 kl. 12:01

Framhaldsskólanemendur baka pizzu

Nemendur á starfsbraut 2 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa verið að kynna sér og vinna verkefni um starfshætti pizzustaða, m.a. með því að fjalla um starfsheiti og mismunandi hlutverk innan vinnustaðarins. Af því tilefni fóru nemendur í vettvangsferð á veitingarstaðinn Langbest í síðustu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Móttökurnar sem nemendur fengu voru hreint út sagt frábærar þar sem Ingólfur og Helena tóku á móti nemendum og buðu þeim að baka sínar eigin pizzur. Með því fengu nemendur að tengja nám við vettvang og læra með því að framkvæma. Það er einmitt hluti af námi nemenda á starfsbraut að kynnast atvinnulífinu, þ.e. þeim fjölbreytta starfsvettvangi sem í boði er á Suðurnesjum og hafa fyrirtæki á Suðurnesjum tekið einstaklega vel á móti nemendum og vilja nemendur og kennarar koma þökkum á framfæri til allra þeirra sem tekið hafa á móti þeim, segir í frétt frá starfsbrautinni.

Fleiri myndir í myndasafni Víkurfrétta hér á vf.is