Framhaldsskólaárin mjög skemmtileg og miseftirminnileg
Guðni Ívar Guðmundsson er tvítugur Keflvíkingur á leið í tölvunarfræðinám við Háskóla Reykjavíkur eftir sumarið. Hann segir COVID-19 og mótmælin í Bandaríkjunum vera efst á baugi og segir eldsneytis- og þvottalykt vera ákveðið „Guilty Pleasure“.
– Nafn:
Guðni Ívar Guðmundsson.
– Fæðingardagur:
1. mars 2000.
– Fjölskylduhagir:
Á einn yngri bróður.
– Búseta:
Keflavík.
– Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Er sonur Önnu Pálu Magnúsdóttur og Guðmundar Steinarssonar og alinn upp í Keflavík.
– Starf/nám:
Er að vinna á Bílaútsölunni og er á leið í nám í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein í Háskóla Reykjavíkur.
– Hvað er í deiglunni?
COVID-19 og mótmælin í Bandaríkjunum.
– Hvernig nemandi varstu í grunnskóla?
Sjúklega klár og rosa skemmtilegur.
– Hvernig voru framhaldsskólaárin?
Mjög skemmtileg og mis-eftirminnileg.
– Hvað er þitt draumastarf?
Úff það er svo mikið ... bílasali, ráðherra eða eitthvað annað viðskiptatengt.
– Hver var fyrsti bíllinn þinn?
Kia Rio.
– Hvernig bíl ertu á í dag?
Enn á sama Kia Rio, gullmoli sem klikkar ekki!
– Hver er draumabíllinn?
Aftur ... svolítið margir, hehe uuu, en Range Rover, Jaguar eða Tesla eru ofarlega á óskalistanum.
– Hvert var uppáhaldsleikfangið þitt þegar þú varst krakki?
Var rosa hrifinn af öllum skordýrum einhverra hluta vegna, hahaha.
– Besti ilmur sem þú finnur:
Matarlykt klikkar seint en svo er maður með svona „Guilty Pleasure“ eins og eldsneytis- eða þvottaefnislykt.
– Hvernig slakarðu á?
Fyrir framan sjónvarpið að hámhorfa eitthvað á Netflix.
– Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára?
Íslensk útilegumúsik var og er enn í uppáhaldi, svo finnst mér 80’s tónlist skemmtileg.
– Uppáhaldstónlistartímabil:
80’s.
– Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?
Bara 80’s, íslenskt og svo eru mamma og pabbi duglegri en ég að hlusta á allt þetta nýjasta nýtt.
– Leikurðu á hljóðfæri?
Nei, ekkert að þakka!
– Er einhver tónlist sem þú skammast þín fyrir að fíla, svona „Guilty pleasure“?
ABBA ... það elska allir ABBA innst inni, hahaha.
– Horfirðu mikið á sjónvarp?
Jaaaá ... það var að vísu meira í samkomubanninu. Maður kunni allar þessar streymisveitur utan að á einum tímapunkti.
– Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?
Fylgist lítið með dagskrám þannig að mér dettur ekkert í hug ... var á tímapunkti hooked á Riverdale og beið eftir þáttunum koma inn vikulega, hahahaha.
– Besta kvikmyndin?
Mér finnst Ég man þig rosa skemmtileg ... veit ekki hver er best.
– Hver er uppáhaldsbókin þín og/eða rithöfundur?
Aftur. Ég man þig ... eina bókin sem ég hef lesið utan skóla.
– Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?
Úff, það er svo mikið!
– Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
Að setja í og taka úr uppþvottavélinni, hehe.
– Hvernig er eggið best?
Poached (veit ekki íslenska orðið yfir það).
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
Af og til klaufaskapur, aðallega að gera mig að fífli á almannafæri. Gerist samt ekkert oft.
– Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Óstundvísi, þröngsýni og þegar fólk er fífl á netinu.
– Uppáhaldsmálsháttur eða tilvitnun:
Life is rough so you gotta be tough – Johnny Cash ... minnir mig, haha.
– Hver er elsta minningin sem þú átt?
Mamma að sækja mig á leikskóla í DK.
– Orð eða frasi sem þú notar of mikið:
Einmitt.
– Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu?
Bara eitthvað stutt aftur og koma svo sjálfur með Google, Windows og Facebook á undan núverandi stofnendum.
– Hver væri titillinn á ævisögu þinni?
He did it his way.
– Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera?
Donald Trump ... myndi gera einhverja (fleiri) skandala.
– Hvaða þremur persónum myndir þú bjóða í draumakvöldverð?
Bill Gates, Jeff Bezos og Warren Buffet ... þeir splæsa!
– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?
Bara nokkuð vel ... svona miðað við aðstæður.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Að sjálfsögðu!
– Hvað á að gera í sumar?
Bara ferðast, vinna og njóta.
– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?
Færi með þá einhvern stuttan hring á Reykjanesinu og eitthvað gott að borða eftir á.
– Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ...
... til Orlando eða Manchester.
Með fjölskyldunni í golfi.