Framboðsfundur í Virkjun
– mannauðs á Reykjanesi á fimmtudaginn.
Framboðsfundur í Virkjun mannauðs á Reykjanesi verður haldinn fimmtudaginn 8. maí kl 11.00 til 12.00
Fulltrúar allra framboða sem bjóða fram í Reykjanesbæ til sveitastjórnakosninga í lok maí munu mæta og flytja helstu stefnumál framboðs síns á fimm til sjö mínútum.
Opnað verður fyrir fyrirspurnir úr sal að lokinni framsögu.
Fundarstjóri verður Inga Lára Hrefnudóttir formaður stjórnar Virkjunar Mannauðs á Reykjanesi.
Kaffi á könnunni – verið hjartanlega velkomin.