Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Framámenn stjórnmála í Sandgerði í kvöld
Fimmtudagur 6. mars 2003 kl. 15:33

Framámenn stjórnmála í Sandgerði í kvöld

Málþing verður haldið í safnaðarheimili Sandgerðis í kvöld sem ber yfirskriftina „Atvinnuástand í velferðarsamfélagi: trú, velferð og stjórnmál“, en málþingið hefst klukkan 20:00. Málþingið er haldið í boði útskálaprestakalls og mun Sr. Björn Sveinn Björnsson setja málþingið. Geirmundur Kristinsson sparisjóðsstjóri og Friðjón Einarsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Suðurnesja flytja ávörp. Framsöguerindi flytja Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri Grænna og Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar. Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur sagði í samtali við Víkurfréttir að hann vildi fá fram umræður um velferðarmál á Suðurnesjum: „Ástæðan fyrir því að boðað er til þessa málþings er einfaldlega sú að atvinnuástandið er slæmt hér á svæðinu og heilbrigðismálin í miklum ólestri. Allsstaðar þar sem velferð og heill fólks er til staðar lætur kirkjan sig varða. Ég hvet fólk til að fjölmenna á þennan fund. Með því að fjölmenna er fólk vissulega að sýna ákveðna samstöðu í verki,“ sagði Björn í samtali við Víkurfréttir.

Lofmynd af Sandgerði: ©Mats Wibe Lund.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024