Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Frægir tónlistarmenn í Krossinum 1974
Miðvikudagur 11. febrúar 2015 kl. 14:24

Frægir tónlistarmenn í Krossinum 1974

Áður óbirt mynd búin að vekja mikla lukku.

Þessi skemmtilega mynd, sem tekin var í Krossinum sáluga í kringum 1974, var birt í hópnum Njarðvík og Njarðvíkingar á Facebook í dag. Á henni má sjá f.v. Birgi Hrafnsson, rótarann Tony, auk tónlistarmannanna Jóhanns Helgasonar og Magnúsar Þór Sigmundssonar. Á milli þeirra stendur svo Sigurður Karlsson. 

Þóra Guðmundsdóttir, sem setur myndina inn, segir að hún hafi verið tekin þar sem íþróttasalurinn var í Krossinum. „Eftir að nýja íþróttahúsið var tekið í notkun fengum við unglingarnir að taka þátt í að breyta salnum í félagsheimili. Settum þetta milliloft sem sést í og svo er senan á bak við þá. Þarna var diskótek á fimmtudagskvöldum, minnir mig, og eitthvað fleira.“ Þóra bætir svo við að hún hafi gefið Jóhanni Helgasyni myndina og honum hafði þótt mjög vænt um það. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki er vitað um margar óbirtar litmyndir innan úr þessum vinsæla samkomustað allra Suðurnesjamanna um tveggja áratuga skeið. Eins og Víkurfréttir hafa áður fjallað um lifir húsnæði Krossins ágætu framhaldslífi sem útihús í Skagafirði. Við hjá Víkurfréttum hvetjum Suðurnesjamenn, sem luma á skemmtilegum og óbirtum gömlum myndum úr bæjarlífi Suðurnesjamanna, að hafa samband í [email protected]