Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 22. janúar 2002 kl. 15:20

Frægir gestir á heilbrigðisviku í Grindavík

Mikið hefur verið að gera í grunnskóla Grindavíkur, á meðan nemendurnir hafa einbeitt sér að því að skoða hvernig er best að lifa heilbrigðu lífi, hvað má og hvað má ekki. Hafdís Ósk Haraldsdóttir og Benóný Harðarson eru bæði 13 ára og hafa verið að taka þátt í heilsuvikunni með skólafélögum sínum.„Við erum að þessu til að sýna fólki að það er hægt að lifa heilbrigðu lífi, með því að hætta að reykja ef maður reykir og vera ekki með líf sitt í vitleysu," segir Benóný. Krakkarnir og starfsfólk skólans hefur undirbúið vikuna vel og meðal annars boðið Þorgrími Þráinssyni og Magnúsi Scheving, sem báðir eru annálaðir fyrir heilbrigt líferni, að koma og fræða krakkana um forvarnir og allt sem tengist góðu og heilbrigðu lífi. "Við í áttunda bekk höfum tekið tóbakið fyrir. Við förum um internetið og finnum upplýsingar um tóbak og notum þær síðan til að gera spurningar sem við notum í forvarnaspilinu sem við erum að búa til," segir Hafdís og veit orðið mikið orðið um tóbak og finnst greinilega ekki spennandi lífsstíll að reykja.
"Þetta hefur verið fræðandi og skemmtilegt, og gaman að fá þessa frægu einstaklinga til að koma og kenna okkur um forvarnir," segir Benóný íbygginn enda ekki á hverjum degi sem tveir frægir kappar sækja Grindavík heim. „Á föstudaginn er opið hús hjá okkur og þá geta bæjarbúar komið allan daginn til okkar hingað í grunnskólann og skoðað það sem við höfum verið að gera og m.a. farið í forvarnarspilið," sagði Hafdís að lokum. Krakkarnir hvetja alla bæjarbúa til að koma í skólann á föstudaginn þegar opna húsið er og taka þátt með þeim í að lifa hollu og heilbrigðu lífi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024