Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Frægð og frami aðeins dansspor í burtu
Sunnudagur 6. júní 2010 kl. 13:39

Frægð og frami aðeins dansspor í burtu

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir er 28 ára Keflavíkurmær sem býr nú í Reykjavík. Margir þekkja Ragnhildi sem fegurðardrottningu Íslands árið 2003 og fegurðin er ekkert farin að dvína sjö árum seinna. Í dag er hún kynnir í Kastljósi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ljósamaðurinn benti á hana fyrir prufu hjá RÚV
Ragnhildur átti þann draum að verða dansari í söngeik þegar hún var yngri. Til þess að koma sér á framfæri fór hún að æfa dans, sem reyndist henni ekki erfitt enda æfði hún fimleika. Hún segir að fimleikarnir hafi gefið henni mjög góða líkamsmeðvitund og góðan grunn fyrir allt sem hún hefur gert. Draumurinn rættist þegar hún hreppti danshlutverk í söngleiknum Fame. Hjólin byrjuðu aldeilis að rúlla því ljósamaðurinn í sýningunni benti á hana fyrir sjónavarpsprufu hjá RÚV og fékk hún starf í unglingaþættinum ÓP. Seinna fékk hún svo starfið í Kastljósi. Ragnhildur fékk svo aðalhlutverkið í kvikmyndinni Astrópíu og það var toppurinn á leiklistarferli hennar. ,,Ég hafði lítið leikið nema í auglýsingum þannig að það var mjög gaman að fá svona stórt hlutverk í íslenskri mynd en það var jafnframt mjög erfitt og krafðist þess að ég legði mig alla fram og ég varð að skipuleggja mig mjög vel”. Ragnhildur segist ekki geta valið milli þess að leika á hvíta tjaldinu og að vera kynnir í sjónvarpi enda mjög ólík störf en bæði mjög skemmtileg.

Eurovision fötin
Það skapaðist mikil umræða um fötin sem hún og Eva María klæddust á lokakvöldinu í söngvakeppni sjónvarpsins milli hönnuðarins, Birtu Björnsdóttur, og Lindu Björgu Árnadóttur, fagstjóra fatahönnuðardeildar Listaskóla Íslands. Ragnhildi fannst kjólarnir sem Birta hannaði reyndar afskaplega fallegir eins og þeir voru. ,,Við fáum alltaf að velja fötin okkar sjálf og það er mjög mikilvægt að velja eitthvað sem manni líður vel í. Birta hefur oft saumað kjóla á mig og mér hefur alltaf fundist þeir vera æðislega fínir,” segir Ragnhildur og brosir. Eins og margir tóku kannski eftir seldi Ragnhildur kjóla í Kolaportinu fyrir stuttu, einfaldlega til þess að búa til skápapláss handa litlu skvísunni sem kemur bráðum í heiminn, enda átti Ragnhildur svo mikið af fötum.

Á von á stelpu
Ragnhildur á von á stelpu í júní með sambýlismanni sínum Hauki Inga Guðnasyni og þau eru rosa spennt. Þau voru búin að tala um tvö stelpunöfn og svo dreymdi systur Hauks eitt þeirra og mun litla daman þeirra fá það nafn.

Erla Sigurjónsdóttir og
Sóley Reynisdóttir