Frægar sögupersónur á Dimissio F.S.
Síðasta kennsludag er hin hefðbundna dimissio á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem útskriftarnemendur kveðja kennara sína og skólann. Að þessu sinni birtust á sviðinu sögupersónur úr sögum, bókum, leikritum og bíómyndum og mátti þar sjá Karíus og Baktus, James Bond, Galdrakonuna í Oz og fleiri.
Nemendurnir sýndu leikna heimildarmynd um kennara sína þar sem farið var yfir eftirminnilegustu atburði annarinnar auk þess sem fjallað var um harðvítuga valdabaráttu innan kennarahópsins. Útskriftanemar veittu síðan kennurum viðurkenninngar; valinn var svalasti kennarinn, mesti garpurinn, best klæddi kennarinn o.s.frv. Að lokum var svo besti kennarinn valinn og að þessu sinni hlaut Gunnlaugur Sigurðsson, stærðfræðikennari og gítareigandi þann titil.
Í kvöld borða síðan útskriftarnemendur hina hefðbundnu síðustu kvöldmáltíð með kennurum og starfsfólki skólans.
Af vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Nemendurnir sýndu leikna heimildarmynd um kennara sína þar sem farið var yfir eftirminnilegustu atburði annarinnar auk þess sem fjallað var um harðvítuga valdabaráttu innan kennarahópsins. Útskriftanemar veittu síðan kennurum viðurkenninngar; valinn var svalasti kennarinn, mesti garpurinn, best klæddi kennarinn o.s.frv. Að lokum var svo besti kennarinn valinn og að þessu sinni hlaut Gunnlaugur Sigurðsson, stærðfræðikennari og gítareigandi þann titil.
Í kvöld borða síðan útskriftarnemendur hina hefðbundnu síðustu kvöldmáltíð með kennurum og starfsfólki skólans.
Af vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja