Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fræðslukvöld um ljósmyndun
Þriðjudagur 6. apríl 2010 kl. 10:32

Fræðslukvöld um ljósmyndun


Fræðslukvöld um stafræna ljósmyndum verður haldið í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum annað kvöld, miðvikudaginn 7. apríl frá kl. 18-20.  Þar mun Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, fjalla um tæknilegar og praktískar hliðar stafrænnar ljósmyndunar. Fjallað verður um tæknileg grunnatriði, s.s. samspil hraða og ljósops og nálgun á ólík viðfangsefni. Fræðslunni er ætlað að vera gott veganesti fyrir þá sem hafa áhuga á því skemmtilega og skapandi áhugamáli sem ljósmyndun er. Skráning og nánari upplýsingar hjá MSS, www.mss.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024