Mannlíf

Fræðslukvöld um jákvæða sálfræði
Þriðjudagur 24. nóvember 2015 kl. 14:57

Fræðslukvöld um jákvæða sálfræði

- hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja 1. des. nk.

Haustið 2014 hófst kennsla í jákvæði sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands. Í kjölfarið hefur skapast umræða í samfélaginu um þetta fag og hvað þarna er á ferðinni. Nú gefst kjörið tækifæri á að kynna sér það, því þriðjudaginn 1. desember kl. 20 mun Jóhanna Marín Jónsdóttir sjúkraþjálfari og jógakennari vera með erindi hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja.

Þar mun hún kynna ýmsar æfingar sem sýnt hefur verið fram á að auki vellíðan og hamingju og hjálpi fólki að komast í gegnum áföll af ýmsu tagi. M.a. verður fjallað um núvitund og núvitund með sjálfs-hluttekningu (mindfullness with self-compassion) og nokkrar æfingar prófaðar.

Rætt verður um markþjálfun og möguleika á að nýta hana, talað um persónu styrkleika og VIA styrkleikaprófið kynnt. Ýmsar aðferðir sem hafa verið rannsakaðar innan jákvæðu sálfræðinnar til að auka velferð og vellíðan skoðaðar. Fjallað um hvaða hugarfar og inngrip hjálpa fólki í gegnum erfið áföll og hvernig fólk getur, þrátt fyrir áföll, byggt sig upp og náð að blómstra í lífinu, svo eitthvað sé nefnt.

Fræðslukvöldið er hugsað sem lifandi og notaleg kvöldstund með virkri þátttöku og að fólk fari heim með nokkur ný „verkfæri í verkfæratöskunni sinni“.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024