Fræðslukvöld í Keflavíkurkirkju
Áfram ábyrg! Áhrif skilnaðar á börn og leiðir til úrbóta stendur fyrir fræðslukvöldi um mikilvægi foreldrahlutverksins fyrir börn sem búa við þær aðstæður að foreldar þeirra búa ekki saman.
Fræðslukvöldið verður haldið í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju í kvöld og endurtekið 21. nóvember frá kl. 20:00 - 22:00. Markmið fræðslukvöldsins er að veita foreldrum fræðslu og stuðning.
Fjallað verður um tengsl foreldra og barna, samskipti foreldra, persónulegan þroska og sjálfsstyrkingu. Að fræðslukvöldinu standa Keflavíkurkirkja og Fjölskyldu-og félagsþjónusta Reykjanesbæjar.