Fræðslufundur um fornleifarannsóknir í Höfnum
Verður haldinn í bíósal Duushúsa.
Fræðslufundur verður haldinn í bíósal Duushúsa næstkomandi miðvikudag, þar sem Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur mun segja frá rannsóknum sínum í Höfnum sem hófust árið 2009. Bjarni mun fara yfir gang rannsóknanna og kynna þær niðurstöður sem liggja fyrir.
Nokkuð ítarlegar rannsóknir hafa farið fram á aldri rústa í Höfnum og einnig hefur verið skoðað hvers eðlis búsetan var. Áhugaverðar tilgátur hafa komið fram til dæmis að ekki sé um venjulegt bændabýli að ræða heldur sé hér að finna könnunarbúðir sem menn nýttu við að kanna landshagi og til að nýta t.d. hvaltennur og rostungatennur sem voru afar verðmætar á þessum tímum.
Fræðslufundurinn, sem hefst kl. 17:30, er opinn öllum og ókeypis er inn.