Fræðslufundur í Duushúsum á morgun
Aðgangur ókeypis.
Fræðslufundur verður haldinn í Bíósal Duushúsa, á morgun kl 17:30. Rætt verður um áhugaverðar sýningar um söguna í húsunum og mikilvægi þess að þekkja og varðveita sögu svæðisins. Sérstaklega verður skoðuð varðveisla sögunnar eftir 1950 og kynntar hugmyndir um þátttöku íbúa í söfnun heimilda fyrir þá sögu.
Allir sem láta sig þessi mál varða eru hvattir til að mæta. Aðgangur er ókeypis.