Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 26. júní 2002 kl. 11:34

Fræðsla um náttúruvernd haldin á Suðurnesjum

Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd gangast um helgina fyrir vinnu og fræðslu um gróður- og jarðvegsvernd á Suðurnesjum. Fræðsla og náttúruskoðun verður laugardaginn 29. júní og verður m.a. kannaðar uppgræðslutilraunir og jarðvegsrof við Voga og Njarðvík en einkum þó tilraun til að græða rofdíla við Aðalgötu í Keflavík. Þátttakendur aðstoða við að meta niðurstöðurnar með því að skoða reitina og rannsóknarskýrslur.

Síðdegis verður gengið um Háabjalla og Snorrastaðatjarnir að Hrafnagjá. Fólk fær leiðsögn við að greina plöntur, einnig að meta jarðvegsrof samkvæmt leiðbeiningum Dr. Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings. Ef til vill verður grillað um kvöldið, en hver gistir heima hjá sér.

Sunnudaginn 30. júní verður ný rannsókn sett af stað; reitir valdir, merktir og gróðurgreindir; borið í þá ýmist hey, skítur eða molta og sumir látnir óhreyfðir. Svo verður fylgst með framvindunni næstu ár.

Tilgangur þessara rannsókna er að þróa árangursríkar og hentugar aðferðir til að græða upp lítil rofsár eða moldarflög sem eru nánast í öllum móum hér á svæðinu. Einnig að fræða fólk um þessi mál og gefa því tækifæri til að taka þátt á skapandi hátt í gróðurrannsókn.

Mæting á einkabílum að Kirkjugerði 7, Vogum kl. 10 báða dagana.
Umsjón, skráning og nánari upplýsingar:

Þorvaldur Örn Árnason, [email protected] sími 424 6841 eða 895 6841

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024