Mannlíf

  • Fræðsla og fjör í karnivalstemmningu á Ásbrú
  • Fræðsla og fjör í karnivalstemmningu á Ásbrú
Miðvikudagur 4. maí 2016 kl. 12:29

Fræðsla og fjör í karnivalstemmningu á Ásbrú

– Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú í Reykjanesbæ á morgun, uppstigningardag

Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú í Reykjanesbæ verður á uppstigningardag, fimmtudaginn 5 maí kl. 13-16, í kvikmyndaverinu Atlantic Studios og Frumkvöðlasetrinu Eldey. Karnivalstemmning verður á Opna deginum þar sem í boðið verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna, fræðsla og fjör. Ævar vísindamaður mun sjá um fræðsluna á meðan Jónsi verður partístjórinn.

Karnivali verður slegið upp í Atlantic Studios með hoppuköstulum, candyfloss, draugahúsi, leikjabásum og skemmtilegum þrautum fyrir alla aldurshópa. Þar mun Ævar vísindamaður gera spennandi tilraunir en hann er sérstakur gestur karnivalsins og tekur á móti gestum og gangandi. Reykfylltar sápukúlur, margra metra langt slímfyllt trog og risa krítarveggur verður á staðnum.

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs verður áberandi á Opna deginum með skemmtilegir kynningarbása um námið í Keili. Hægt verður að skoða flughreyfil sem er notaður í flugvirkjakennslu, nemendaverkefni í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis verða kynnt, sjálfstýrð tæki og vélmenni verða til sýnis og sýndar verða efnafræðitilraunir. Fjallabílar tengdir leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku verða á staðnum og boðið verður upp á ráðgjöf varðandi útivistarbúnað. Þá verða námsráðgjafar og starfsfólk skólans á staðnum.

Bandaríska sendiráðið á Íslandi er öflugur samstarfsaðili opna dagsins og hefur fengið sérstaklega hingað til lands bandaríska flugherinn sem mun kynna starfsemi sína og sýna flugbúnað. Meðal annars verður alvöru kafbátaleitarflugvél, Orion P-3,  til sýnis á Opna deginum í samstarfi við ISAVIA og Landhelgisgæslu Íslands. Þá verða amerískir leikjabásar, vinningar og fleira skemmtilegt á vegum sendiráðsins.

Jóhanna Rut, sigurvegari í Ísland Got Talent, mun koma og þenja raddböndin í Atlantic Studios. Þá verða matarbásar þar sem má fá gott í gogginn. Þar má nefna Valdísi, Chili frá Menu veitingum, Langbest pizzur og „Corndogs“, Candifloss, Dons Donuts kleinukringjabílinn, límonaði og karamellu-epli.

Í frumkvöðlasetrinu Eldey verða opnar smiðjur frumkvöðla og kaffihúsastemning allan daginn. Þar er einnig Hakkit með þrívíddarprentara og ýmis tæki í opinni tæknismiðju.

Frekari upplýsingar um dagskránna er að finna í þessu blaði og á www.opinndagur.is




 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024