Frábært framtak Lionsklúbbanna
Allir Lionsklúbbar á Suðurnesjum tóku sig saman í dag og unnu mikið og gott sjálfboðastarf við að hressa upp á lóð Þroskahjálpar á Suðurnesjum.
Þar var að mörgu að hyggja en mesta bar á því að skipt var um girðinguna í kringum garðinn, en hún er 144m löng.
Sjálfboðaliðarnir létu ekki þar við sitja heldur skröpuðu gamla málningu af húsinu og hefðu málað ef veðrið hefði verið betra. Þá tóku þau að sér hin ýmsu vorverk eins og að þrífa stéttirnar og þar fram eftir götunum.
Áætlað var að um 60 manns hefðu þegar mætt á svæðið í hádeginu og var jafnvel von á fleirum. Kalka, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, mun svo sjá um að fjarlægja og eyða öllu rusli sem fellur til án endurgjalds.
Þar var að mörgu að hyggja en mesta bar á því að skipt var um girðinguna í kringum garðinn, en hún er 144m löng.
Sjálfboðaliðarnir létu ekki þar við sitja heldur skröpuðu gamla málningu af húsinu og hefðu málað ef veðrið hefði verið betra. Þá tóku þau að sér hin ýmsu vorverk eins og að þrífa stéttirnar og þar fram eftir götunum.
Áætlað var að um 60 manns hefðu þegar mætt á svæðið í hádeginu og var jafnvel von á fleirum. Kalka, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, mun svo sjá um að fjarlægja og eyða öllu rusli sem fellur til án endurgjalds.