Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frábærir vortónar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 19. maí 2011 kl. 12:05

Frábærir vortónar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar


Á annað hundrða nemendur komu fram á vortónleikum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöllinni í gærkvöldi og flutti fjölbreytta tónlist að viðstöddu fjölmenni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrjá lúðrasveitir stigu á svið og fluttu skemmtileg lög undir stjórn kennara skólans. Þar mátti heyra allt frá afasöng til laga eftir Coldplay og Steve Wonder. Allt mjög áheyrilegt og skemmtilegt og náði auðvitað hápunkti hjá þeim sem eru lengst komnir, lúðrasveit D. Hún er vel þjálfuð undir stjórn Karenar Sturlaugsson, aðstoðarskólastjóra TR. Það er ljóst að það er frábært starf unnið innan veggja tónlistarskólans.

Vortónleikarnir eru meðal lokaverkefna fyrir sumarfrí hjá skólanum en í kvöld, fimmtudag verða skólaslit.

Fréttamaður VF var á tónleikunum og tók meðfylgjandi myndir. Sjá fleiri í myndagalleríi vf.is, smellið hér.