Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frábærir tónleikar Kristjáns og söngvina
Sunnudagur 28. mars 2010 kl. 16:08

Frábærir tónleikar Kristjáns og söngvina

Kristjáni Jóhannssyni og söngvinum var klappað lof í lófa í Stapanum í gær eftir frábæra tónleika. Kristján og söngvinir toppuðu tónleikana með því að syngja „O Sole Mio“ í lokin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með Kristjáni sungu Suðurnesjamennirnir Jóhann Smári Sævarsson og Rúnar Þór Guðmundsson og stóðu þeir sig mjög vel. Það gerðu hinir söngvararnar líka þær Erla Björk Káradóttir, Regína Ólafsdóttir og Jón Leifsson. Hljómsveit Hjörleifs Valssonar sá um undirleik og sýndu að þar eru miklir fagmenn á ferð.

Kristján Jóhannsson sýndi að hann hefur engu gleymt og það var skemmtilegt að fylgjast með honum þenja raddböndin sem hann átti greinilega létt með. Þetta voru fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð sem mun ná út á land, til Akureyrar, Húsavíkur og Ísafjarðar. Kristján hrósaði söngvinum sínum mikið og sérstaklega Jóhanni Smára.

Það eina sem vantaði á tónleikana í Stapanum var fleira fólk en eitthvað á annað hundrað manns mættu.

Við birtum tóndæmi í myndskeiði í Sjónvarpi vf.is eftir helgina.