Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frábærir Hljómar í 50 ár
Tónleikarnir í Hörpu voru frábærir og lög þeirra Hljómamanna yljuðu mörgum í haustbyrjun. VF-myndir/pket.
Þriðjudagur 8. október 2013 kl. 16:25

Frábærir Hljómar í 50 ár

Vel heppnaðir afmælistónleikar í Hörpu.

Hljómar fögnuðu 50 ára afmæli sínu 5. okt. sl. en sama dag fyrir hálfri öld kom þessi bítlahljómsveit frá Keflavík fyrst fram, í Krossinum í Njarðvík. Afmælistónleikar voru haldnir í Hörpu til að fagna áfanganum og rifja upp frábær lög hljómsveitarinnar. Bláu augun þín, Fyrsti kossinn og fleiri frábær lög Hljómanna hljómuðu vel í Hörpunni að viðstöddum miklum fjölda gesta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrír meðlimir Hljóma, þeir Erlingur Björnsson, Gunnar Þórðarson og Engilbert Jensen sem og Júlíus Guðmundsson (Rúnars Júlíussonar) komu fram en auk þeirra söngvararnir Ágústa Eva Erlendsdóttir, Unnsteinn Manuel, Stefán Hilmarsson og Valdimar Guðmundsson auk valinkunnra tónlistarmanna undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar.

Gömlu kapparnir, Erlingur Björnsson, Engilbert Jensson og Gunnar Þórðarson ásamt Júlíusi Guðmundssyni sem tók bassann í hljómsveitinni fyrir föður sinn heitinn, Rúnar Júlíusson.