Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frábærir hátíðartónleikar við lok Ljósanætur
Mánudagur 6. september 2010 kl. 17:33

Frábærir hátíðartónleikar við lok Ljósanætur

Hátíðartónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar voru síðastir á dagskrá Ljósanætur 2010 en alls ekki þeir sístu því þeir voru frábærir og gestir sem troðfylltu Stapann í gær voru í skýjunum að þeim loknum.

Á tónleikunum var komið víða við en þeir hófust með söng nokkurra kóra í Reykjanesbæ, Kvennakórs Suðurnesja, Kór Keflavíkurkirkju og Karlakórs Keflavíkur. Sönghópurinn Orfeus flutti lokaatriði úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og flutti líka part úr Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sævarsson. Óperusöngvararnir, Jóhann Smári Sævarsson, Rúnar Þór Guðmundsson og Bylgja Dís Guðmundsdóttir sungu aríur og þær Birna Rúnarsdóttir, Erla Melsteð og Margrét Hreggviðsdóttir tóku syrpu úr söngleikjum. Í lokin var samsöngur allra kóra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Undirleik önnuðust þau Ragnheiður Skúladóttir, Geirþrúður F. Bogadóttir, Bjarni Benediktsson og Arnór Vilbergsson.