Frábær upplifun í Carnegie Hall
Rósalind Gísladóttir, óperusöngkona og söngkennari við Tónlistarskóla Grindavíkur, sem nýverið sigraði í söngkeppninni Barry Alexander International Vocal Competition (BAVIC), söng um helgina í hinu víðfræga tónlistarhúsi Carnegie Hall í New York.
Rósalind sagði í samtali við RÚV að þetta hefði verið frábær upplifun. Hún stefnir að því að komast lengra í óperuheiminum en segir samkeppnina harða. Tónleikahaldarar voru ánægðir með Rósalind, að því er segir á vef Grindavíkurbæjar.