Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frábær stemmning á heimatónleikum Ljósanætur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 7. september 2019 kl. 12:30

Frábær stemmning á heimatónleikum Ljósanætur

Það var mögnuð stemmning á heimatónleikum í Keflavík á föstudagskvöldi á Ljósanótt 2019. Tónlistarviðburðir voru á 8 heimilum og hafa aldrei verið fleiri.

Margt mjög þekkt tónlistarfólk kom fram á heimatónleikunum, t.d. Dimma sem gerði allt vitlaust, Úlfur Úlfur, Hjálmar, Fríða Dís, Ragnheiður Gröndal og Jón Jónsson sem tryllti lýðinn í stóru tjaldi við Íshússtíg. Þá vakti Keflavíkursveitin Breiðbandið skemmtilega lukku en þeir spiluðu við Mánagötu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF leit við á tónleikum Breiðbandsins og Hjálma í Rokksafni Rúnars eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiðum sem sýnd voru í beinni útsendingu á Facebook síðu VF í gærkvöldi.

Ljósanótt 2019 - heimatónleikar