Frábær söngleikur sýndur í Myllubakkaskóla
Nemendur Myllubakkaskóla frumsýndu fyrir nokkru nýjan, frumsamin unglingasöngleik, Er kærasti málið?, sem lýsir lífi unglinga í nútímanum. Óhætt er að segja að krakkarnir eigi stjörnuleik og er ótrúlegt að sjá hver hæfileikaríkir krakkarnir eru þegar kemur að söng og dansi.
Í sýningunni flytja þau nokkur af þekktustu perlum söngleikja, en síðustu tvær sýningarnar verða á sal skólans í kvöld og á morgun. Sýningarnar hefjast kl. 20 en húsið opnar klukkutíma fyrr.
VF-myndir/Þorgils. Fleiri myndir í myndasafni VF - Smella hér