Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Frábær Hæfileikakeppni SamSuð
Laugardagur 5. janúar 2019 kl. 17:00

Frábær Hæfileikakeppni SamSuð

Hæfileikakeppni SamSuð er keppni sem haldin er árlega fyrir nemendur í 8.–10. bekk á Suðurnesjum. Keppnin er fyrsta undankeppnin fyrir söngva- og danskeppni Samfés en undankeppnin var haldin rétt fyrir jól.
 
Söngvarinn Jón Grímsson frá félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík sigraði í einstaklingskeppninni. Þá var einnig keppt í hópakeppni og þar sigruðu þær Ágústa Aris Aradóttir og Glódís Ýr Sveinbjörnsdóttir frá Fjörheimum í Reykjanesbæ með dansatriði sínu.
 
Keppnin í ár samanstóð af ellefu frábærum atriðum en keppnin var haldin í Hljómahöll.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hæfileikakeppni SamSuð