Frábær frumsýning
Leikfélag Keflavíkur frumsýndi í gærkvöldi barna- og fjölskylduleikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson, sem jafnframt er leikstjóri verksins. Í leikritinu koma við sögu margar vel þekktar perónur úr smiðju Astrid Lindgren, s.s. Lína Langsokkur, Karíus og Baktus, Mikki refur, Lilli Klifurmús og fleiri.
Sýnt var fyrir troðfullu húsi og var ekki annað að sjá en að gestir, sem voru á öllum aldri, hafi skemmt sér konunglega enda greinilega mikill metnaður lagður í þessa sýningu á 40 ára afmæli Leikfélags Keflavíkur. Það er ekki ofsögum sagt að sýningin er í alla staði frábær.
Önnur sýning á Allt í plati verður 28. október.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, myndaði frumsýninguna í gær og afraksturinn má sjá í ljósmyndasafninu hér á vefnum.
Mynd: Lína Langsokkur og Lilli klifurmús hafa hingað til verið í sitthvoru leikritinu en hittast í Allt í plati. VF-mynd: elg.
Sýnt var fyrir troðfullu húsi og var ekki annað að sjá en að gestir, sem voru á öllum aldri, hafi skemmt sér konunglega enda greinilega mikill metnaður lagður í þessa sýningu á 40 ára afmæli Leikfélags Keflavíkur. Það er ekki ofsögum sagt að sýningin er í alla staði frábær.
Önnur sýning á Allt í plati verður 28. október.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, myndaði frumsýninguna í gær og afraksturinn má sjá í ljósmyndasafninu hér á vefnum.
Mynd: Lína Langsokkur og Lilli klifurmús hafa hingað til verið í sitthvoru leikritinu en hittast í Allt í plati. VF-mynd: elg.